-
Þú sem ert á jörðu
Ég las magnaða nýja skáldsögu: Þú sem ert á jörðu eftir Nínu Ólafsdóttur. Sagan er verðlaunaefni og líkleg til frægðar í útlöndum. Söguhetjan er ein kona ásamt hundi sem reikar um Norður-Íshaf og síðar mannauða Evrópu eftir einhvers konar eyðingu sem ekki er lýst en við ímyndum okkur breytt loftslag á jörðinni. Mér finnst magnað Continue reading
-
Ómur sumra braga
Svona orti Páll Ólafsson einhvern tíma þegar „vetrarþoka grá“ vildi fjötra hann inni: Það er líkt og ylur íómi sumra braga;mér hefur hlýnað mest á þvímarga kalda daga. Orðið „bragur“ getur haft mismunandi merkingu. Nærtækast er að skilja það sem ljóð eða kvæði hér. Hann talar um í ljóðinu að mæða muni flýja og maður Continue reading
-
Svona byrjar Gagnrýni hreinnar skynsemi
Immanuel Kant Gagnrýni hreinnar skynsemi Fyrsti hluti hinnar forskilvitlegu frumþáttafræði Forskilvitleg skynjunarfræði § 1 Eina leiðin til að fá milliliðalausa þekkingu á hlutum er að skoða þá. Öll hugsun, sem miðill þekkingar, vinnur úr skoðun á viðfangi, hvernig svo sem þekkingu er annars háttað og eftir hvaða leiðum sem hún tengist viðfangi. Skoðun verður aðeins Continue reading
-
Lúða með eplum
Kvöldmaturinn var ljúffengur og nú ætla ég að segja ykkur leyndarmálið. Í réttinn er haft eftirtalið: Lúðusneið, svona 300 grömmEitt Jonagold epliEplaedikSmjör, svosem 100 grömmTómatur, gúrka, ólívuolía, dill steinselja, kartöflur, sjávarsalt Nauðsynlegt er að hafa hitamæli við höndina Aðferðin er þessi: Maður hitar vatn í potti sem rúmar lúðusneiðina. Salta. Vatnið þarf ekki að sjóða, Continue reading
-
Myndirnar í lífi mínu
Í dag gengum við í Mosfellsdal frá Gljúfrasteini að Helgufossi og til baka. Eftir gönguna skoðuðum við húsið, heimili Halldórs og Auðar Laxness, en ég hafði aldrei komið þar inn fyrir dyr áður. Eitt það merkilegasta fannst mér að sjá þetta málverk eftir Svavar Guðnason. Á bernskuheimili mínu var alltaf eftirprentun af þessu málverki og Continue reading
-
Nei eða já? Af eða á?
Frá síðustu aldamótum fram yfir 2010 var blómaskeið bloggsins. Þá skrifaði ég dagbók á netinu. Svo kom Facebook og allir hinir samfélagsmiðlarnir og fólk eins og ég hætti að blogga. Sá tími kemur ekki aftur. En það var eitthvað skemmtilegt við þetta form sem samfélagsmiðlar nútímans hafa ekki. Það var aðeins hægara, fólk tók sér Continue reading
-
Rímur af Hvanndalsbræðrum: Þriðja ríma
3 Ríma Nýhenda Mitt er gagurt ljóða lag,lipur heyri vofna ráður,en af þessum bræðrum bragbúið hafa skáldin áður 2Séð hef aldrei óðar spil,álma bör ei mennta ríkur,en bræðra veit ég braginn tilá Bókasafni Reykjavíkur 3Sonur Einars séra Jónsamdi ljóð um gilda hlýranær um hröktust flyðru frónog fjalar héra náðu stýra. 4Minn kunningi mun þó eimærð Continue reading
-
Rímur af Hvanndalabræðrum: Önnur ríma
Stikluvik hálfdýrt 1Letra fer ég ljóða sjóðlítt þó menntin prýðief að hér á hróðar þjóðhlýða gerir rjóð og góð. 2Skáldin áður all mörg þarÍsa hér á landiorð með fjáðu fegurðarfjölda kváðu rímurnar. 3Norður landi nýtur íNíels skáldi forðumbráins sanda börin fríbragi vanda kunni því. 4Lands um býin Breiðfjörðarbragnar rímum hrósaþví að frían blóma barbraga gígjan Continue reading
-
Rímur af Hvanndalabræðrum: Inngangur
Fyrsta ríma: https://skulipals.blog/2023/02/26/rimur-af-hvanndalabraedrum-eftir-thord-grunnviking-fyrsta-rima/ Önnur ríma: https://skulipals.blog/2023/02/26/rimur-af-hvanndalabraedrum-onnur-rima/ Þriðja ríma: https://skulipals.blog/2023/02/27/rimur-af-hvanndalsbraedrum-thridja-rima/ Hér birtast í þrem færslum rímur eftir Þórð Þórðarson Grunnvíking (1878–1913) um frægðarför þriggja bræðra úr Hvanndal út í Kolbeinsey 1616. Ég hef skrifað þær upp eftir handriti höfundarins sem varðveitt er í Þjóðarbókhlöðunni (Lbs. 2643, 8°). Á titilsíðu kemur fram að hann hafi skrifað handritið Continue reading
-
Rímur af Hvanndalabræðrum: Fyrsta ríma
1 Ríma (ferskeytt) Ef að hlýðir öldin greið á með huga rörum þá skal hrinda Þráinsskeið þagnar fram úr vörum. 2 Mitt þó tíðum ljóða lag lítið sumir virði Jens mig smíða beiddi brag bóndi á Norðurfirði. 3 Fyrir vildi vofna bör vísur smíða ef kynni; gæti máski Gjalars knör glatt hann einu sinni. 4 Continue reading
Skúli töframaður
Íbúi alheimsins ættaður úr Kópavogi.
Hitt bloggið mitt: https://skulipals.blogspot.com/